Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
Gunnar Heiðar: Ég er að verða atvinnulaus núna
Ingvar Freyr: Verður einhver helvítis veisla næstu helgi
Berglind Björg: Ég er bara ótrúlega stolt af þessu
Davíð Smári: Hendum þessu frá okkur í einhverja vitleysu
Nik Chamberlain: Hefðum getað skorað fleiri
Lárus Orri: Erum ennþá í miðri á
Einar Guðna: Skilyrði að snúa þessu við
Fær kveðjuleik á Laugardalsvelli: Myndi gera ótrúlega mikið fyrir mig
Stýrði Gróttu í fjarveru Rúnars: Mjög vonsvikinn
   sun 21. september 2025 19:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV gerði jafntefli gegn Aftureldingu í Eyjum í dag eftir að hafa komist yfir með stórkostlegu aukaspyrnumarki frá Alex Frey Hilmarssyni. Fótbolti.net ræddi við Alex Frey eftir leikinn.

Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  1 Afturelding

„Maður er fyrst og fremst svekktur út í sjálfan sig. Við þurfum að bera miklu meiri virðingu fyrir frammistöðunni okkar í svona leikjum. Þú getur ekki ætlast til að vera með yfirtökin alltaf alls staðar í 90 mínútur. Við töpum tveimur mínútum og þeir refsa fyrir það," sagði Alex.

„Þú skoraðir stórglæsilegt aukaspyrnumark. Þú hefur greinilega séð einhverjar gamlar klippur," sagði spyrillinn Tryggvi Guðmundsson, sem lék með ÍBV á sínum tíma og skoraði ófá mörkin.

„Þetta er beint úr þinni bók," sagði Alex skellihlæjandi.

„Eftir markið verðum við passívir varnarlega. Þeir fá nokkrar stöður en dílum ágætlega við það. Síðan fá þeir upphlaup og við eigum að brjóta ofar á vellinum til að byrja með. Við brjótum og þeir fá aukaspyrnu, síðan er brot í þessari aukaspyrnu því maður hjá þeim hleypur inn í vegginn okkar. Ég væri til í að dómararnir myndu skoða það aðeins betur."

ÍBV er sex stigum frá fallsæti þegar tólf stig eru eftir í pottinum. Næsti leikur liðsins er gegn Vestra á Ísafirði.

„Út frá einhverjum tölum lítur þetta ágætlega út hjá okkur. En við viljum þroskast sem einstaklingar og lið. Við þurfum þá að taka skref í áttina að því loka svona leikjum 6 til 7-0 því það hefði ekki verið ósanngjarnt í dag."
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 23 9 5 9 33 - 41 -8 32
2.    ÍBV 23 8 6 9 25 - 29 -4 30
3.    Vestri 23 8 3 12 23 - 32 -9 27
4.    ÍA 23 8 1 14 30 - 43 -13 25
5.    KR 23 6 6 11 44 - 55 -11 24
6.    Afturelding 23 5 7 11 30 - 40 -10 22
Athugasemdir
banner