ÍBV gerði jafntefli gegn Aftureldingu í Eyjum í dag eftir að hafa komist yfir með stórkostlegu aukaspyrnumarki frá Alex Frey Hilmarssyni. Fótbolti.net ræddi við Alex Frey eftir leikinn.
Lestu um leikinn: ÍBV 1 - 1 Afturelding
„Maður er fyrst og fremst svekktur út í sjálfan sig. Við þurfum að bera miklu meiri virðingu fyrir frammistöðunni okkar í svona leikjum. Þú getur ekki ætlast til að vera með yfirtökin alltaf alls staðar í 90 mínútur. Við töpum tveimur mínútum og þeir refsa fyrir það," sagði Alex.
„Þú skoraðir stórglæsilegt aukaspyrnumark. Þú hefur greinilega séð einhverjar gamlar klippur," sagði spyrillinn Tryggvi Guðmundsson, sem lék með ÍBV á sínum tíma og skoraði ófá mörkin.
„Þetta er beint úr þinni bók," sagði Alex skellihlæjandi.
„Eftir markið verðum við passívir varnarlega. Þeir fá nokkrar stöður en dílum ágætlega við það. Síðan fá þeir upphlaup og við eigum að brjóta ofar á vellinum til að byrja með. Við brjótum og þeir fá aukaspyrnu, síðan er brot í þessari aukaspyrnu því maður hjá þeim hleypur inn í vegginn okkar. Ég væri til í að dómararnir myndu skoða það aðeins betur."
ÍBV er sex stigum frá fallsæti þegar tólf stig eru eftir í pottinum. Næsti leikur liðsins er gegn Vestra á Ísafirði.
„Út frá einhverjum tölum lítur þetta ágætlega út hjá okkur. En við viljum þroskast sem einstaklingar og lið. Við þurfum þá að taka skref í áttina að því loka svona leikjum 6 til 7-0 því það hefði ekki verið ósanngjarnt í dag."
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. KA | 23 | 9 | 5 | 9 | 33 - 41 | -8 | 32 |
2. ÍBV | 23 | 8 | 6 | 9 | 25 - 29 | -4 | 30 |
3. Vestri | 23 | 8 | 3 | 12 | 23 - 32 | -9 | 27 |
4. ÍA | 23 | 8 | 1 | 14 | 30 - 43 | -13 | 25 |
5. KR | 23 | 6 | 6 | 11 | 44 - 55 | -11 | 24 |
6. Afturelding | 23 | 5 | 7 | 11 | 30 - 40 | -10 | 22 |
Athugasemdir