Fótbolti.net ætlar helgina 27. og 28. september að halda Íslandsmótið í FC26 í samvinnu við GameTíví í Arena Gaming, Smáratorgi.
Mótið er opið fyrir alla aldurshópa. Keppt verður í fjögurra liða riðlakeppni og komast tvö efstu liðin áfram í útsláttarkeppni. Allir keppa við alla í riðlinum, þrír leikir á hvern keppanda.
Hægt er að skrá sig til leiks laugardaginn eða sunnudaginn klukkan 13:00.
Útsláttarkeppnin fyrir þá sem komast áfram hefst 16:00 sunnudag.
Sunnudagsvköldið endar með Pub quiz, aðgangur frír fyrir þátttakendur á mótinu og kostar 1.100kr fyrir aðra (innifalið í verði er bjór á krana).
Lokað verður fyrir skráningu þegar fyllist á mótið, en eigi síður en klukkan 16:00 fimmtudaginn 25.september.
Skráningargjald: 3.000 ISK per einstakling.
Leikreglur:
Spilað verður á PlayStation 5 með FC 26.
Lengd: t.d. 2x3 mínútur eða lengur í fyrri umferðum, lengra í undanúrslitum/úrslitum (t.d. 2x6 mínútur).
Ef leikur er jafn að lokum venjulegs leiktíma er farið beint í vítaspyrnukeppni.
Verðlaun
1. sæti
PS5 tölva
Pakki frá Match Attax
Gjafabréf frá Elko
FC 26 leikur
Treyja að eigin vali frá Boltamanninum
2. sæti
FC 26 leikur
Revolution Pro stýripinni
Pakki frá Match Attax
Treyja að eigin vali frá Boltamanninum
3. sæti
FC 26 leikur
Pakki frá Match Attax
Treyja að eigin vali frá Boltamanninum