Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
   þri 23. september 2025 11:42
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Daily Mail 
Kom reglu á líf sitt og hætti að spila Playstation á nóttunni
Ousmane Dembele með gullboltann.
Ousmane Dembele með gullboltann.
Mynd: EPA
Dembele steig rækilega upp þegar Kylian Mbappe yfirgaf PSG og skoraði hann 35 mörk á síðasta tímabili.
Dembele steig rækilega upp þegar Kylian Mbappe yfirgaf PSG og skoraði hann 35 mörk á síðasta tímabili.
Mynd: EPA
Ousmane Dembele fékk Ballon d'Or gullboltann sem besti leikmaður heims. Hann átti magnað tímabil og var lykilmaður þegar PSG vann Meistaradeildina og allt sem hægt var að vinna í Frakklandi.

„Frá ófaglegum strák sem spilaði PlayStation til tvö á nóttinni yfir í Ballon d'Or sigurvegara," er fyrirsögn greinar Daily Mail þar sem fjallað er um það hvernig Dembele tók meiri ábyrgð í lífinu og sýndi meiri aga.

Hæfileikar Dembele er ótvíræðir en um tíma leit út fyrir að hann myndi ekki ná að sýna sitt besta þar sem honum skorti aga í lífinu utan vallar og var vanur því að spila tölvuleiki fram á nótt.

„Þegar hlutirnir fóru að vera erfiðir hjá Barcelona þá fyrst áttaði hann sig á því að hann væri ekki að hegða sér og lifa lífinu eins og atvinnumaður. Það tók hann nokkurn tíma að þroskast. Þegar hann giftist 2021 og varð pabbi fór hann að taka meiri ábyrgð og fann meiri aga utan vallar sem hefur svo skilað honum þessari velgengni," segir í grein Daily Mail.

Fyrir aðeins ári síðan setti Luis Enrique, stjóri PSG, leikmanninn í agabann og sagði hann ekki hegða sér eins og liðsmaður. Dembele tók sig svo sannarlega á og stendur uppi með sjálfan gullboltann, stærstu einstaklingsverðlaun heimsfótboltans.

„Enrique setti Dembele í agabann og skildi hann eftir heima fyrir leik gegn Arsenal. Dembele byrjaði að gera sér grein fyrir því hvað Enrique vildi sjá frá honum og þetta reyndist ákveðinn vendipunktur og lærdómur fyrir hann," segir franski fótboltasérfræðingurinn Julien Laurens.

„Annar vendipunktur er þegar hann er færður frá vængnum og gerður að 'níu'. Hann er með svo mikinn hraða og tækni að það er auðvelt að setja hann út á vænginn en margir hafa haldið því fram að hans besta staða sé sem 'nía' eða jafnvel tía."

Dembele hefur gríðarlega hæfileika en áttaði sig svo á því að hann gæti ekki reitt sig á hæfileikana eina saman. Þessi 28 ára leikmaður náði ekki að springa almennilega út hjá Barcelona og var sífellt í fjölmiðlum fyrir haugaskap utan vallar. En Enrique er maðurinn sem fékk hann til að springa algjörlega út.
Athugasemdir
banner