Heimild: Buli News
Þrátt fyrir frábæra byrjun Liverpool á tímabilinu hefur Florian Wirtz, fengið töluverða gagnrýni fyrir frammistöður sínar. Hann segir ekki hafa áhyggjur af stöðu sinni því frammistöðurnar hafa verið góðar og telur að með tíð og tíma muni mörkin koma.
„Auðvitað hefði ég viljað skora mark eða koma að einhverjum mörkum. En sama hvað fólk segir, þá held ég mér rólegum. Ég veit hvað ég get, og ég veit að fyrr eða síðar sýni ég það á vellinum.“
Það er ekkert launungamál að ég hefði viljað vera búinn að gera meira á vellinum. Ég er viss um að ég geti náð betra flugi, segir Wirtz.
Wirtz gekk til liðs við Liverpool frá Bayer Leverkusen fyrr í sumar fyrir metfé. Hann á enn eftir að skora eða leggja upp fyrir félagið í fyrstu fimm leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.
Liverpool mætir Southampton í kvöld í fyrsta leik þeirra í enska deildarbikarnum.
Athugasemdir