Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
banner
   mán 22. september 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ótrúleg tölfræði Man City gegn Arsenal
Mynd: EPA
Lið Pep Guardiola hafa verið þekkt fyrir að halda vel í boltann í gegnum tíðina. Man City hefur hins vegar verið í bölvuðu veseni gegn Arsenal.

Arsenal og Man City gerðu 1-1 jafntefli á Emirates í gær þar sem Gabriel Martinelli jafnaði metin í uppbótatíma eftir að Erling Haaland kom City yfir í fyrri hálfleik.

Arsenal var betri aðilinn í seinni hálfleik og það vekur athygli að Man City var aðeins tæplega 33% með boltann í leiknum, ekkert lið undir stjórn Pep Guardiola hefur nokkurntíman verið jafn lítið með boltann.

Leikurinn í gær var hans 601. leikur á ferlinum. Árið 2023 var næst versti árangur Man City á boltann en þá var liðið 36 prósent með boltann einmitt í leik gegn Arsenal.

Eftir leikinn í gær er Man City í 9. sæti með sjö stig eftir fimm umferðir en Arsenal er í 2. sæti með tíu stig.


Athugasemdir