Lið Pep Guardiola hafa verið þekkt fyrir að halda vel í boltann í gegnum tíðina. Man City hefur hins vegar verið í bölvuðu veseni gegn Arsenal.
Arsenal og Man City gerðu 1-1 jafntefli á Emirates í gær þar sem Gabriel Martinelli jafnaði metin í uppbótatíma eftir að Erling Haaland kom City yfir í fyrri hálfleik.
Arsenal og Man City gerðu 1-1 jafntefli á Emirates í gær þar sem Gabriel Martinelli jafnaði metin í uppbótatíma eftir að Erling Haaland kom City yfir í fyrri hálfleik.
Arsenal var betri aðilinn í seinni hálfleik og það vekur athygli að Man City var aðeins tæplega 33% með boltann í leiknum, ekkert lið undir stjórn Pep Guardiola hefur nokkurntíman verið jafn lítið með boltann.
Leikurinn í gær var hans 601. leikur á ferlinum. Árið 2023 var næst versti árangur Man City á boltann en þá var liðið 36 prósent með boltann einmitt í leik gegn Arsenal.
Eftir leikinn í gær er Man City í 9. sæti með sjö stig eftir fimm umferðir en Arsenal er í 2. sæti með tíu stig.
32.8% - Manchester City's draw at the Emirates included the lowest ever possession average by a Pep Guardiola team in a top-flight league match (today his 601st), while the two lowest have both been at Arsenal in the Premier League (32.8% today, 36.5% in March 2023). Pragmatism. pic.twitter.com/MgBd9Gtehj
— OptaJoe (@OptaJoe) September 21, 2025
Athugasemdir