Leikmenn FC Kaupmannahafnar áttu að fá frídag í dag en Jacob Neestrup, þjálfari liðsins, hætti við að gefa mönnum frí eftir að liðið tapaði niður 3-1 forystu og gerði 3-3 jafntefli gegn Silkeborg.
Leikmenn gerðu sig seka um slæm einstaklingsmistök og Neestrup sagði ekki annað hægt en að fara á æfingasvæðið og fara yfir það sem úrskeiðis fór.
Leikmenn gerðu sig seka um slæm einstaklingsmistök og Neestrup sagði ekki annað hægt en að fara á æfingasvæðið og fara yfir það sem úrskeiðis fór.
„Við erum að fara á æfingasvæðið. Þetta átti að vera frídagur en við höfum ekki efni á að taka okkur frí. Við þurfum að horfa í augun á hvor öðrum. Við þurfum að bregðast við," segir Neestrup.
„Þetta er langt frá því sem þú vilt sjá frá FCK. Ég hreinlega skammast mig. Við sýndum hroka í spilamennsku okkar og það fer okkur ekki vel," segir Thomas Delaney, fyrirliði FCK.
FCK er í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði AGF frá Árósum.
Athugasemdir