Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bói
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
Gunnar Heiðar: Ég er að verða atvinnulaus núna
Ingvar Freyr: Verður einhver helvítis veisla næstu helgi
Berglind Björg: Ég er bara ótrúlega stolt af þessu
Davíð Smári: Hendum þessu frá okkur í einhverja vitleysu
Nik Chamberlain: Hefðum getað skorað fleiri
Lárus Orri: Erum ennþá í miðri á
Einar Guðna: Skilyrði að snúa þessu við
Fær kveðjuleik á Laugardalsvelli: Myndi gera ótrúlega mikið fyrir mig
Stýrði Gróttu í fjarveru Rúnars: Mjög vonsvikinn
Jói Hreiðars: Þær fengu of auðveld færi
Matti Guðmunds: Þetta átti að enda með marki
   sun 21. september 2025 17:56
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflvíkingar eru á leið á Laugardalsvöll í úrslit umspils Lengjudeildarinnar annað árið í röð eftir 3-0 sigur á grönnum sínum í Njarðvík á útivelli í dag. Keflvíkingar voru með bakið upp við vegg en sneru taflinu sér í vil í leiknum og eygja enn sæti í Bestu deildinni að ári. Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari þeirra var til viðtals eftir leik og var spurður. Hvar lá munurinn á liðunum í dag?

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  3 Keflavík

„Það var engin svakalegur munur á þessu í dag. Það var bara hálfleikur í þessu eftir leikinn í Keflavík og við vorum bara staðráðnir í að koma hingað og ná inn einu marki til að gera þetta að leik.“

„Það svolítið mikil spenna í leiknum í fyrri hálfleik og lítið að gerast og við náum ekki að ógna markinu. En við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að fara hérna út og skapa einhver færi og það kom heldur betur mark úr efstu hillu frá honum Mudri (Marin Mudrazija) og svo fylgja tvö önnur góð mörk.“

Framundan hjá Keflavík er líkt og fyrr segir þar sem mótherjinn verður HK. Staða sem lið Keflavíkur þekkir en liðið beið lægri hlut fyrir Aftureldingu fyrir ári síðan í úrslitaleiknum og sat eftir með sárt ennið. Mun sú reynsla hjálpa þeim?

„Ég held að það geti hjálpað okkur alveg helling að við vorum í þessum leik í fyrra. Þar töpum við en vorum svo nálægt þessu að fara alla leið og menn muna eftir þeirri tilfinningu.“

Sagði Haraldur en allt viðtalið má sjá hér að ofan.


Athugasemdir
banner