Meiðslalisti Barcelona er að lengjast en Fermin Lopez verður frá næstu þrjár vikurnar.
Lopez kom inn á sem varamaður í 3-0 sigri gegn Getafe um helgina en var sárþjáður í leikslok. Það kom í ljós að um vöðvameiðsli í fæti væru að ræða og spænska félagið hefur staðfest að hann verði frá í um það bil þrjár vikur.
Þetta er áfall fyrir Barcelona sem hefur verið án Lamine Yamal eftir landsleikjahléið og þá er Gavi búinn að fara í aðgerð og búist er við því að hann verði fjarverandi í rúman mánuð.
Lopez hefur skorað tvö mörk í fyrstu fjórum deildarleikjunum á tímabilinu.
Athugasemdir