Maignan orðaður við Chelsea á ný - West Ham lítur í kringum sig eftir nýjum stjóra - Ensk stórlið vilja Bremer
   mán 22. september 2025 23:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kallaði til hans að hjálpa uppeldisfélaginu - Fann hetjurnar sínar utan vallar
Lengjudeildin
'Ég vissi alltaf að þetta yrði nákvæmlega 100 daga verkefni og fullt af leikjum'
'Ég vissi alltaf að þetta yrði nákvæmlega 100 daga verkefni og fullt af leikjum'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Gísli liðsstjóri sneri aftur. 'Hann hefur lagt allt sitt fyrir Leikni í gegnum tíðina'
Gísli liðsstjóri sneri aftur. 'Hann hefur lagt allt sitt fyrir Leikni í gegnum tíðina'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Brynjar Hlöðvers sneri heim í Leikni og hjálpaði til.
Brynjar Hlöðvers sneri heim í Leikni og hjálpaði til.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Óli Íshólm var besti leikmaður Leiknis.
Óli Íshólm var besti leikmaður Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Kári Steinn skoraði í síðustu þremur sigurleikjum Leiknis.
Kári Steinn skoraði í síðustu þremur sigurleikjum Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Gústi hrósaði líka Aroni Einarssyni fyrir hans þátt á lokakaflanum.
Gústi hrósaði líka Aroni Einarssyni fyrir hans þátt á lokakaflanum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ágúst Gylfason tók við sem þjálfari Leikni í byrjun júní og stýrði liðinu í 100 daga. Leiknir var með eitt stig eftir fimm umferðir og úr leikjunum sautján sem eftir voru fékk liðið 22 stig, þar af þrettán stig af síðustu átján mögulegum.

Gústi er uppalinn í Breiðholti og finnur fyrir tengingu við Leikni og það kallaði til hans að aðstoða uppeldisfélagið í erfiðri stöðu. Hann verður ekki áfram með liðið þó að stjórn félagsins hefði viljað halda honum og þjálfaramappan gæti verið komin á hilluna.

Komið að honum að reyna aðstoða félagið
„Þetta tók alveg tíma áður en ég sagði já, ég þurfti að tala við fólk í kringum mig. Ég fann, eftir að ég svaf á þessu, tilfinninguna að ég vildi hjálpa uppeldisfélaginu að snúa þessu við. Ég bjó í Breiðholtinu í yfir 20 ár, æskuárin voru í Breiðholtinu, fór í Fellaskóla. Ég spilaði í tvö ár með Leikni; fór fyrst á nokkrar æfingar þegar ég var sex ára og svo spilaði ég með liðinu í 3. flokki. Ég horfði beint út á völlinn frá heimili mínu, fylgdist með félaginu vaxa og dafna úr því að hugsa ekki mjög stórt, en náði svo að vera með lið í úrvalsdeild í nokkur ár."

,Það er búið að gera ótrúlega góða hluti. Eftir að hafa þjálfað liðið þá finnur maður að umgjörðin er mjög flott en 'budget-ið' er ekki sá mesta á landinu, og sennilega það lægsta í Lengjudeildinni. Það var komið að mér að reyna aðstoða félagið,"
segir Gústi.

Hvað heillaði?

„Þetta var bland í poka, bæði spennandi verkefni að geta mögulega haft áhrif á að halda liðinu í deildinni og svo þekki ég umhverfið. Menn vonuðust auðvitað til þess að vera í kringum umspilið en þegar leið aðeins á þá sáum við að það var dálítið erfitt og þá var aðalmálið að halda sér í deildinni. Það er vont að fara niður í 2. deildina, deildin er erfið og enn meiri ferðalög en í Lengjudeildinni.

„Umgjörðin er flott og þetta var tækifæri fyrir mig til að taka að mér stutt verkefni. Ég var búinn að taka mér frí, þurfti því ekki að hugsa út í sumarfrí. Ég vissi alltaf að þetta yrði nákvæmlega 100 daga verkefni og fullt af leikjum."

Varnarleikurinn fyrst og svo sóknin með
„Fyrsta sem maður hugsaði var að reyna fækka mörkum á okkur. Liðið var búið að fá á sig átján mörk í fimm leikjum sem er of mikið til að ná einhverjum árangri. Mér fannst frammistaðan hjá liðinu, sérstaklega varnarlega, batna mjög fljótlega. Það tók svo sinn tíma að komast upp úr fallsætið, en við fórum á endanum að skora mörk og héldum okkur uppi."

„Við byrjuðum á tveimur sigrum, unnum Fylki og Völsung, en svo fór að halla undan fæti. En það góða á þeim kafla var að við vorum ekkert að fá á okkur fullt af mörkum. Þegar þú færð á þig 1-2 mörk í leik þá getur þú unnið leiki. Sóknarlega var liðið ekki búið að skapa sér mikið af færum, varnarlega fórum við að loka búrinu með Óla frábæran í markinu og varnarleikurinn varð stabíll og agaðri, og svo kom sóknarleikurinn með."

„Já, alltaf stress, það var mikið undir og það tók alveg á. Maður er mikill keppnismaður og maður er í þessu fyrir það, ástæðan fyrir því að maður hefur verið í þjálfun er að maður vill selja ákveðnar hugmyndir til leikmanna, reyna að fá þá til að skila sínu inni á vellinum. Þú vilt sjá að það sem þú ert að leggja til, æfingarnar, hugmyndafræðin og allt það, skili sér inn á völlinn. Það skemmtilegasta við þjálfunina er að sjá það bæði á leik liðsins og tölfræðinni að liðið verði betri."


Fann hetjurnar utan vallar
Í glugganum var náð í Brynjar Hlöðvers sem er Leiknsimaður í gegn. Hann spilaði þó engan leik.

„Ég nefndi í viðtali að ég væri að kalla eftir því og leita að leikmanni sem ég gæti gert úr hetju. Ég hvatti menn til að ganga til liðs við Leikni. Við vorum búnir að tala við flestöll liðin í Bestu deildinni hvort það væri einhver laus, en menn voru ekkert mikið að lána leikmenn. Svo voru reyndar leikmenn lánaðir sem við vorum búnir að fá, lánaðir í önnur félög. Leiknir var greinilega ekki álitlegur kostur fyrir þessi félög til að lána unga leikmenn. Ef við horfum í söguna þá hafa rosalega margir leikmenn komið úr Leikni, leikmenn sem hafa verið lánaðir í Leikni hafa yfirleitt komið betur undirbúnir til sinna félaga eftir lánið. Ég hefði viljað fá jákvæðari svör og fá fleiri leikmenn. Við fáum samt leikmenn inn, fáum Adam Örn frá Fram og ég var virkilega ánægður með það, Aron Skúli kom frá Augnabliki eftir að ég sá hann spila; var með mikinn kraft, tilbúinn að leggja mikið á sig og grípa tækifærið, sem var við þurftum á að halda. Ásamt því fengum við Jónatan frá AB í Danmörku sem kom inn í 2. flokkinn. Hann stóð sig mjög vel á æfingum hjá okkur."

„Hetjurnar sem ég var að kalla eftir voru samt Brynjar Hlöðvers og Gísli liðsstjóri. Þeir koma inn í síðustu leikina með mikinn kraft og mikið pepp. Binni kom með allskonar pepp inn í klefa. Hann var í hóp í einum leik, auðvitað hefði maður viljað gefa honum færi á því að spila, en það kom ekki móment til að gera það. Hann hjálpaði okkur gríðarlega mikið á æfingasvæðinu, tók allar æfingar og var mjög peppandi. Leiknishjartað slær í honum og það var stórt að fá hann inn ásamt Gísla liðsstjóra. Hann hefur lagt allt sitt fyrir Leikni í gegnum tíðina, hann var í raun hættur en kemur til baka. Svona hlutir eru stundum gríðarlega mikilvægir; að fá inn aðila sem eru tilbúnir að vinna fyrir félagið. Það var það sem við fengum og þetta eru mínar hetjur í þessum lokaleikjum þar sem við náum að snúa þessu okkur í vil og halda sætinu í deildinni."


Óli Íshólm var besti leikmaður Leiknis í sumar. Gústi var hins vegar spurður út í Kára Stein Hlífarsson sem skoraði í þremur síðustu sigurleikjum Leinis á lokakaflanum.

„Óli var frábær í markinu, kosinn besti leikmaðurinn bæði af okkur og stuðningsmönnum og átti það fyllilega skilið. Það voru menn sem stíga upp í lokaleikjunum, Aron Einars og Kári sérstaklega. Þetta eru strákar sem voru kannski ekkert búnir að vekja mikla athygli í gegnum tímabilið, en þarna stigu þessir karakterar upp og hjálpuðu okkur mikið. Þeir búa yfir mikilli hlaupagetu og gæðum, og nutu sín í þessum leikjum."

„Það var þessi Leiknisstemning sem vantaði í gegnum tímabilið, kom með þessum mönnum, og umgjörðinni; þetta steig allt saman upp og gaf okkur innspýtingu og trú á verkefnið,"
segir Gústi sem hrósar einnig Þorsteini Emil Jónssyni og Sindra Björnssyni fyrir hjálpina í lokaleikjumum og fyrirliðanum Daða Bærings sem er alltaf klár í að deyja fyrir klúbbinn sinn.
Athugasemdir