Maignan orðaður við Chelsea á ný - West Ham lítur í kringum sig eftir nýjum stjóra - Ensk stórlið vilja Bremer
   mán 22. september 2025 09:43
Kári Snorrason
Framtíð Heimis með FH óljós - „Ekkert búið að ræða það“
Heimir Guðjónsson verður samningslaus eftir tímabil.
Heimir Guðjónsson verður samningslaus eftir tímabil.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samningur Heimis Guðjónssonar, þjálfara FH, rennur út í lok tímabils. Hann segir ekkert fast í hendi með samningsmál er hann var spurður út í stöðu sína eftir leik FH og Stjörnunnar í gær.

„Það er ekkert búið að ræða það. Við fórum af stað með vegferð í haust að spila á ungum leikmönnum og við höfum gert það. Við erum komnir hér fram í september og við erum orðnir samkeppnishæfir á móti besta liði landsins.“

Finnst þér vegferðin hafa heppnast?

„Að byggja upp tvö lið á tveimur árum er að mínu mati helvíti gott. Við sýndum í dag góða frammistöðu og við þurfum að halda áfram og sýna góða frammistöðu næst.“

Viðtalið við Heimi má sjá í heild sinni hér fyrir neðan, hann er spurður út í samningsmál sín eftir tvær mínútur.

Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Athugasemdir