Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
Sigurður Bjartur: Gat ekki klúðrað þessu færi
Haddi: Gefum of einföld mörk
Davíð Smári: Ætla ekki að nota það sem afsökun
Heimir: Spiluðu ágætis varnarleik sem þeir eru kannski ekki þekktir fyrir
banner
   fim 01. febrúar 2024 21:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gregg: Við hringdum í KSÍ í morgun og þau sögðu þetta vera í lagi
Gregg Ryder, þjálfari KR.
Gregg Ryder, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög stoltur af strákunum," sagði Gregg Ryder, þjálfari KR, eftir sigur gegn Víkingi í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  6 KR

„Strákarnir lögðu ótrúlega mikið í þetta, sérstaklega ungu strákarnir. Við erum með fjóra eða fimm unga leikmenn sem spila 90 mínútur. Ég er mjög stoltur af þeim."

Gregg segist hafa komist að því klukkan ellefu í gærkvöldi að leikurinn myndi fara fram í kvöld, og er hann því sérstaklega ánægður með liðið.

Það vakti athygli að Alex Þór Hauksson kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik en samkvæmt vefsíðu KSÍ er hann ekki kominn með leikheimild hjá KR.

„Við hringdum í KSÍ í morgun og þau sögðu að þetta væri allt í lagi. Þau sögðu já," sagði Gregg spurður út í það.

„Það er alltaf gaman að vinna, það er í DNA-inu hjá KR en aðalfókusinn minn núna er á frammistöðuna. Ég þarf að sjá þróun í hverri viku á undirbúningstímabilinu og ég sá það í dag."

Hægt er að horfa á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner