Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
banner
   lau 01. apríl 2023 20:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samsungvellinum
Skoraði í dag og fer svo út með U19 - „Ég vona að við tökum þetta"
Kvenaboltinn
Snædís María Jörundsdóttir.
Snædís María Jörundsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er geggjað að ná að vinna þetta mót. Við lentum í öðru sæti í fyrra og það er geggjað að taka þetta í ár," sagði Snædís María Jörundsdóttir, sóknarmaður Stjörnunnar, eftir sigur á Þór/KA í úrslitaleik Lengjubikarsins.

Leikurinn fór í vítaspyrnukeppni þar sem Stjarnan hafði betur.

Lestu um leikinn: Stjarnan 7 -  6 Þór/KA

Snædís María, sem er fædd árið 2004, var á skotskónum í leiknum en hún jafnaði metin fyrir Stjörnuna í fyrri hálfleik.

„Ég var ánægð að skora, þetta er alltaf gaman að setja boltann í markið. Ég einhvern veginn næ að vinna boltann í pressunni og svo var ég ein á móti markverði. Þá set ég hann bara í hornið."

Snædís er núna á mánudaginn á leið með U19 landsliðinu til Danmerkur. Þar taka stelpurnar þátt í milliriðli um að komast inn á lokakeppni Evrópumótsins. U19 landslið karla endaði á toppnum í sínum milliriðli fyrr í þessari viku og tekur þátt í lokakeppni í sumar.

„Ég er mjög spennt. Við erum að fara að keppa á móti hörkuliðum. Það er alltaf erfitt að mæta þessum liðum, en ég vona að við tökum þetta eins og strákarnir gerðu í vikunni."

U19 landslið kvenna komst síðast í lokakeppni EM árið 2009.

Hér fyrir ofan má sjá viðtalið við Snædísí í heild sinni en þar ræðir hún til að mynda um lánsdvöl sína hjá Keflavík á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner