Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   lau 01. apríl 2023 20:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samsungvellinum
Skoraði í dag og fer svo út með U19 - „Ég vona að við tökum þetta"
Kvenaboltinn
Snædís María Jörundsdóttir.
Snædís María Jörundsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er geggjað að ná að vinna þetta mót. Við lentum í öðru sæti í fyrra og það er geggjað að taka þetta í ár," sagði Snædís María Jörundsdóttir, sóknarmaður Stjörnunnar, eftir sigur á Þór/KA í úrslitaleik Lengjubikarsins.

Leikurinn fór í vítaspyrnukeppni þar sem Stjarnan hafði betur.

Lestu um leikinn: Stjarnan 7 -  6 Þór/KA

Snædís María, sem er fædd árið 2004, var á skotskónum í leiknum en hún jafnaði metin fyrir Stjörnuna í fyrri hálfleik.

„Ég var ánægð að skora, þetta er alltaf gaman að setja boltann í markið. Ég einhvern veginn næ að vinna boltann í pressunni og svo var ég ein á móti markverði. Þá set ég hann bara í hornið."

Snædís er núna á mánudaginn á leið með U19 landsliðinu til Danmerkur. Þar taka stelpurnar þátt í milliriðli um að komast inn á lokakeppni Evrópumótsins. U19 landslið karla endaði á toppnum í sínum milliriðli fyrr í þessari viku og tekur þátt í lokakeppni í sumar.

„Ég er mjög spennt. Við erum að fara að keppa á móti hörkuliðum. Það er alltaf erfitt að mæta þessum liðum, en ég vona að við tökum þetta eins og strákarnir gerðu í vikunni."

U19 landslið kvenna komst síðast í lokakeppni EM árið 2009.

Hér fyrir ofan má sjá viðtalið við Snædísí í heild sinni en þar ræðir hún til að mynda um lánsdvöl sína hjá Keflavík á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner