
„Það er geggjað að ná að vinna þetta mót. Við lentum í öðru sæti í fyrra og það er geggjað að taka þetta í ár," sagði Snædís María Jörundsdóttir, sóknarmaður Stjörnunnar, eftir sigur á Þór/KA í úrslitaleik Lengjubikarsins.
Leikurinn fór í vítaspyrnukeppni þar sem Stjarnan hafði betur.
Leikurinn fór í vítaspyrnukeppni þar sem Stjarnan hafði betur.
Lestu um leikinn: Stjarnan 7 - 6 Þór/KA
Snædís María, sem er fædd árið 2004, var á skotskónum í leiknum en hún jafnaði metin fyrir Stjörnuna í fyrri hálfleik.
„Ég var ánægð að skora, þetta er alltaf gaman að setja boltann í markið. Ég einhvern veginn næ að vinna boltann í pressunni og svo var ég ein á móti markverði. Þá set ég hann bara í hornið."
Snædís er núna á mánudaginn á leið með U19 landsliðinu til Danmerkur. Þar taka stelpurnar þátt í milliriðli um að komast inn á lokakeppni Evrópumótsins. U19 landslið karla endaði á toppnum í sínum milliriðli fyrr í þessari viku og tekur þátt í lokakeppni í sumar.
„Ég er mjög spennt. Við erum að fara að keppa á móti hörkuliðum. Það er alltaf erfitt að mæta þessum liðum, en ég vona að við tökum þetta eins og strákarnir gerðu í vikunni."
U19 landslið kvenna komst síðast í lokakeppni EM árið 2009.
Hér fyrir ofan má sjá viðtalið við Snædísí í heild sinni en þar ræðir hún til að mynda um lánsdvöl sína hjá Keflavík á síðustu leiktíð.
Athugasemdir