
„Heilt yfir hefði ég verið til í að sjá okkur spila aðeins betri leik," sagði fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson eftir 2-0 sigur Vals á Keflavík í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
Lestu um leikinn: Valur 2 - 0 Keflavík
Íslandsmeistararnir eru komnir áfram í 16-liða úrslitin.
„Við vorum full hægir í fyrri hálfleik og hver og einn var að snerta boltann of mikið. Ég hefði viljað sjá okkur gera einfalda hluti betur. En við klárum við þetta fagmannlega í seinni hálfleik."
Keflvíkingar gerðu afar lítið til þess að koma sér aftur inn í leikinn. Þeir sköpuðu sér ekki mikið og voru ekki ógnandi.
„Ég bjóst við þeim hærra á völlinn í seinni hálfleik. Ég bjóst við þeim í pressu en þeir vildu kannski opna sig of mikið í stöðunni 1-0. Ég er mjög ánægður að vera kominn áfram."
Næsti leikur Vals er gegn Víkingi í Pepsi-deildinni. Víkingsvöllur hefur ekki litið vel út á undanförnu misserum. „Vonandi tekur hann við sér í vikunni og verður glæsilegur," sagði Haukur að lokum.
Hlustaðu á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir