Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
banner
   sun 21. september 2025 13:53
Brynjar Ingi Erluson
Rekinn af velli fyrir að sparka í punginn á Cash
Reinildo fékk heimskulegt rautt spjald
Reinildo fékk heimskulegt rautt spjald
Mynd: AFC Sunderland
Vinstri vængbakvörðurinn Reinildo, sem er á mála hjá Sunderland, var rekinn af velli í fyrri hálfleik gegn Aston Villa fyrir fólskulegt spark í Matty Cash í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Cash fór utan í Reinildo sem hafði skilað boltanum frá sér og fór Reinildo í grasið eftir viðskipti þeirra.

Hann snöggreiddist út í Cash og sparkaði þéttingsfast í punginn á leikmanninum.

Sam Barrett, dómari leiksins, átti enga annarra kosta völ en að reka hann af velli fyrir þetta glórulausa spark og Sunderland því manni færri frá 34. mínútu.

Chris Rigg, sem var að byrja sinn fyrsta leik með Sunderland á tímabilinu, var fórnað, en hann var tekinn af velli og inn kom varnarmaðurinn Daniel Ballard.

Búið er að flauta til loka fyrri hálfleiks í leiknum og er staðan áfram markalaus. Staðan er sú sama í leik Bournemouth og Newcastle á Vitality-leikvanginum.


Athugasemdir