Lazio 0 - 1 Roma
0-1 Lorenzo Pellegrini ('38 )
Rautt spjald: Reda Belahyane, Lazio ('86)
0-1 Lorenzo Pellegrini ('38 )
Rautt spjald: Reda Belahyane, Lazio ('86)
Roma marði 1-0 sigur á Lazio í borgarslag í Róm í Seríu A á Ítalíu í dag. Lorenzo Pellegrini skoraði markið í sínum fyrsta leik á tímabilinu og aðeins nokkrum vikum eftir að Roma reyndi að losa sig við hann.
Lazio skapaði sér meira af færum í fyrri hálfleik. Pedro Rodriguez skaut boltanum rétt yfir markið snemma leiks og þá varði Mile Svilar frá Mattia Zaccagni eftir tæpan hálftímaleik.
Pellegrini, sem var að spila sínar fyrstu mínútur á tímabilinu, skoraði sigurmark leiksins á 38. mínútu.
Ítalinn var á sölulista hjá Roma í sumar og honum tjáð að samningurinn yrði ekki framlengdur. Fyrirliðabandið var einnig tekið af honum, en sá ætlar að kveðja með stæl.
Mark hans var það fjórða gegn Lazio á ferlinum og mikilvægt var það.
Lazio fékk algert dauðafæri til að jafna leikinn snemma í síðari hálfleiknum er Boulaye Dia hljóp á arfaslaka sendingu Gianluca Mancini. Senegalinn komst einn á móti Svilar í markinu, en setti allt of mikinn kraft í skotið sem fór yfir markið.
Fimm mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma sá Rade Belahyane, leikmaður Lazio, rautt fyrir ljóta tæklingu á Manu Kone og léku því Lazio-menn manni færri síðustu mínúturnar en virtust samt mun sterkari.
Zaccagni kom sér í dauðafæri sem Svilar varði frábærlega og þá átti Danilo Cataldi hörkuskot í þverslá. Svakaleg pressa frá Lazio, en færin fóru forgörðum í dag og er það Roma sem heldur í montréttinn í Rómarborg.
Matteo Guendouzi, miðjumaður Lazio, fékk að líta rauða spjaldið eftir leik fyrir kjaftbrúk og vandræði liðsins því enn meiri fyrir næsta deildarleik gegn Genoa.
Lazio er í 14. sæti með aðeins 3 stig úr fjórum leikjum en Roma í 4. sæti með 9 stig.
Stöðutaflan
Ítalía
Serie A - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Juventus | 4 | 3 | 1 | 0 | 8 | 4 | +4 | 10 |
2 | Milan | 4 | 3 | 0 | 1 | 7 | 2 | +5 | 9 |
3 | Napoli | 3 | 3 | 0 | 0 | 6 | 1 | +5 | 9 |
4 | Roma | 4 | 3 | 0 | 1 | 3 | 1 | +2 | 9 |
5 | Cremonese | 4 | 2 | 2 | 0 | 5 | 3 | +2 | 8 |
6 | Cagliari | 4 | 2 | 1 | 1 | 5 | 3 | +2 | 7 |
7 | Udinese | 4 | 2 | 1 | 1 | 4 | 5 | -1 | 7 |
8 | Atalanta | 4 | 1 | 3 | 0 | 6 | 3 | +3 | 6 |
9 | Bologna | 4 | 2 | 0 | 2 | 3 | 3 | 0 | 6 |
10 | Torino | 4 | 1 | 2 | 1 | 1 | 5 | -4 | 5 |
11 | Como | 3 | 1 | 1 | 1 | 3 | 2 | +1 | 4 |
12 | Inter | 3 | 1 | 0 | 2 | 9 | 6 | +3 | 3 |
13 | Lazio | 4 | 1 | 0 | 3 | 4 | 4 | 0 | 3 |
14 | Sassuolo | 3 | 1 | 0 | 2 | 3 | 5 | -2 | 3 |
15 | Verona | 4 | 0 | 3 | 1 | 2 | 6 | -4 | 3 |
16 | Genoa | 4 | 0 | 2 | 2 | 2 | 4 | -2 | 2 |
17 | Fiorentina | 3 | 0 | 2 | 1 | 2 | 4 | -2 | 2 |
18 | Parma | 4 | 0 | 2 | 2 | 1 | 5 | -4 | 2 |
19 | Pisa | 3 | 0 | 1 | 2 | 1 | 3 | -2 | 1 |
20 | Lecce | 4 | 0 | 1 | 3 | 2 | 8 | -6 | 1 |
Athugasemdir