Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
   sun 21. september 2025 13:23
Brynjar Ingi Erluson
Saliba ofar en Konate á óskalista Real Madrid
Mynd: EPA
William Saliba, varnarmaður Arsenal, er aðalskotmark spænska félagsins Real Madrid fyrir næstu leiktíð en þetta segir spænski miðillinn AS.

Real Madrid ætlar að fá miðvörð næsta sumar og hefur nafn Saliba oft komið í umræðuna ásamt Ibrahima Konate, leikmanni Englandsmeistara Liverpool.

Konate er töluvert ódýrari kostur en hann verður samningslaus á næsta tímabili og ekki útlit fyrir að hann verði áfram hjá Liverpool svona miðað við hvernig samningaviðræðurnar hafa gengið.

AS segir að þó Konate sé ódýrari þá sé Saliba áfram efstur á óskalistanum.

Madrídingar þyrftu hins vegar að punga út verulegum fjárhæðum til þess að landa honum.

Saliba er í samningaviðræður við Arsenal og miðar þeim vel áfram, en það hefur aldrei stöðvað Real Madrid í að reyna við skotmörk sín.
Athugasemdir