Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 01. júní 2020 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pochettino telur sig hafa breytt enskum fótbolta með Southampton
Mauricio Pochettino
Mauricio Pochettino
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino er á þeirri skoðun að hann og hans starfsteymi beri ábyrgð á miklum breytingum sem hafa orðið á enskum fótbolta.

Pochettino tók við Southampton af Nigel Adkins í janúar 2013 og byggði þar upp ungt og spennandi lið sem spilaði fótbolta sem byggðist á háu tempói, ásamt því að halda vel í boltann og stífri pressu. Southampton forðaðist fall undir stjórn Pochettino og kom sér svo í efri helming deildarinnar tímabilið eftir.

Pochettino telur að hugmyndafræði sín hafi verið upphafið að byltingu í fótboltanum á Englandi, áður en Jurgen Klopp og Pep Guardiola mættu til leiks. The Athletic vekur athygli á þessu.

„Fótbolti á Englandi breyttist með Southampton-liðinu 2013/14 tímabilið. Það er ekkert annað lið sem hefur haft jafnmikil áhrif á að breyta hugarfarinu," segir Pochettino. Við fundum hóp af leikmönnum sem vildu læra af reynslunni sem við komum með frá spænskum fótbolta, og þeir voru með gæðin til að spila öðruvísi fótbolta en aðrir á Englandi voru vanir. Ungir leikmenn fóru að birtast og fólk byrjaði að treysta á unga leikmenn, líka í enska landsliðinu."

Grein The Athletic má í heild sinni lesa hérna.

Pochettino stýrði Tottenham frá 2014 til 2019, en hann er nú í leit að nýju starfi.


Athugasemdir
banner
banner
banner