Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
banner
   fim 01. júní 2023 22:25
Brynjar Ingi Erluson
Enska dómarasambandið sendir frá sér yfirlýsingu vegna Taylor
Mynd: Getty Images
Enska dómarasambandið er í áfalli yfir þeirri misþyrmingu sem átti sér stað í garð enska dómarans Anthony Taylor á flugvellinum í Búdapest í dag.

Taylor dæmdi úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Búdapest í gær er Sevilla varð meistari í sjöunda sinn.

Jose Mourinho, þjálfari Roma og stuðningsmenn félagsins voru ósáttir með dómgæsluna í leiknum. Mourinho beið í bílastæðahúsi vallarins og hraunaði þar yfir dómarateymið og þá voru stuðningsmenn Roma mættir á flugvöllinn þar sem þeir lýstu óánægju sinni með Taylor.

Þeir gengu langt yfir skrefið en drykkjarföngum og stólum var kastað í átt að Taylor og fjölskyldu hans áður en flugvallarstarfsmenn komu þeim í skjól.

Dómarasambandið á Englandi er í áfalli yfir þessari hegðun og hefur það sent frá sér yfirlýsingu.

„Við erum í áfalli yfir óréttlætanlegri og hryllilegri misþyrmingu sem var beint að Anthony og fjölskyldu hans er hann reyndi að komast heim eftir að hafa dæmt úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Við munum halda áfram að sýna Anthony og fjölskyldu hans allan okkar stuðning,“ segir í yfirlýsingu dómarasambandsins.

Sjá einnig:
Skammarleg hegðun stuðningsmanna Roma á flugvellinum í Búdapest
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner