Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   fim 01. júní 2023 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vikulaunin hjá öllu liðinu til samans lægri en launin hjá Fred
Fred.
Fred.
Mynd: Getty Images
Coventry hefur gengið í gegnum margt á síðustu árum en liðið var hársbreidd frá því að komast upp í ensku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili.

Eftir erfiða tíma þá hefur verið að ganga betur upp á síðkastið. Liðið fór í úrslitaleik umspilsins gegn Luton en tapaði þar í vítaspyrnukeppni.

Arnar Sæberg Jónsson, sem sumir þekkja sem Hemúlinn, var í hlaðvarpi um Coventry í síðustu viku þar sem hann fór yfir síðustu ár hjá félaginu. Hann talaði þar um að aðalmaðurinn á bak við árangur síðustu ára væri Mark Robbins, stjóri liðsins.

Til dæmis um hversu flottan árangur Robbins er að ná með lið Coventry þá benti Arnar á þá staðreynd að Coventry er með næst minnsta launakostnaðinn í deildinni.

Aðalliðshópur Coventry er að fá minna í laun til samans en Fred, varamaður í Manchester United. Ansi áhugaverð tölfræði en hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan þar sem var farið vel yfir Coventry.
Enski boltinn - Hemúllinn fer yfir ruglið og upprisuna hjá Coventry
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner