Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   sun 01. júní 2025 23:39
Alexander Tonini
Vicente: Við Alex ræddum þetta fyrir leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er virkilega ánægður, við ræddum um fyrir leik að gleyma vikunni sem er að koma þegar allir fara heim og njóta. Við þurfum að mæta, vinna leikinn, fá stigin þrjú og vera í efstu 6 sætunum, það var markmiðið okkar", sagði Vicente Valor brattur eftir góðan sigur ÍBV á Skaganum hér í kvöld.

Vicente er nýstiginn upp úr meiðslum og talaði Láki þjálfari ÍBV sérstakega um að láta hann byrja rólega.

„Ég er að verða betri og komast í betra form. Ég er búinn að vera meiddur eins og þegar ég var hjá KR áður en ég kom hingað. En núna líður mér vel og ég er að aðlagast liðinu. Er að kynnast liðsfélögunum æ betur. Þessi tilfinning er að koma aftur"

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 ÍBV

Vicente átti flottan leik á miðjunni og virkaði eins og hann væri alls staðar þar sem boltann væri að finna.

„Mér leið þægilega í leiknum. Við Láki ræddum fyrir leik að ég myndi falla aftar á völlinn, sækja boltann og koma mér í stöðu rétt fyrir aftan miðjuna"

„Við Alex ræddum fyrir leik um að búa til mark í samvinnu og það rættist", sagði Vicente um stoðsendinguna sem hann átti á Alex sem kom ÍBV á bragðið í leiknum.

Vicente tjáði sig að lokum um fyrra markið hjá Sverri frá miðjunni.

„Ég átti ekki vona á þessu. Ég sagði honum að senda boltann en svo skaut hann bara og skoraði. Maður getur ekki mikið sagt við því eftirá"
Athugasemdir
banner
banner