Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 01. júlí 2020 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lið 2. umferðar: Keflavík gerir áfram gott mót
Lengjudeildin
Eysteinn og Siggi Raggi, þjálfarar Keflavíkur.
Eysteinn og Siggi Raggi, þjálfarar Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fred Saraiva.
Fred Saraiva.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í 1. umferð Lengjudeildar karla áttu Keflavík og Þór flesta fulltrúa í liði umferðarinnar. Í þetta sinn, í liði 2. umferðar, á Keflavík fimm fulltrúa eftir 4-0 sigur á Víkingi Ólafsvík á útivelli.

Eysteinn Húni Hauksson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfarar Keflavíkur, eru þjálfarar umferðarinnar.


Adam Árni Róbertsson kom inn á sem varamaður og skoraði tvennu fyrir Keflavíkinga. Liðsfélagar hans Adam Ægir Pálsson, Nacho Heras og Sindri Þór Guðmundsson áttu einnig góðan leik.

Fred Saraiva var leikmaður umferðarinnar í 1. umferð og hann kemst í lið umferðarinnar að þessu sinni líka. Fred átti góðan leik í sigri Fram á Grenivík.

Bjarki Þór Viðarsson átti frábæran leik fyrir Þór í sigri á Leikni Fáskrúðsfirði í Fjarðabyggðarhöllinni. Ólafur Aron Pétursson kemst líka í lið umferðarinnar fyrir hönd Þórs.

Arek Grzelak, fyrirliði Fáskrúðsfirðinga, var flottur þrátt fyrir að vera í tapliði og það sama má segja um Hafliða Sigurðarson, miðjumann Aftureldingar, sem skoraði gegn ÍBV.

Guy Smit var maður leiksins í markalausu jafntefli Leiknis og Vestra og skoraði Oddur Ingi Bjarnason sigurmark Grindavíkur gegn Þrótti.

Þrír leikmenn eru búnir að vera í liði umferðarinnar í báðum umferðum til þessa.

Fyrri lið:
Lið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner