Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 01. júlí 2022 12:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Íslensku leikmennirnir vinsælir á meðal unga fólksins í Póllandi
Icelandair
Steini landsliðsþjálfari með plakatið af Karólínu Leu eftir leik.
Steini landsliðsþjálfari með plakatið af Karólínu Leu eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var mikil stemning í kringum stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu er þær spiluðu við Pólland á dögunum.

Leikurinn fór fram í Grodzisk Wielkopolski sem er lítill bær í um klukkutíma akstursfjarlægð frá Poznan.

Það mættu um 1000 manns á leikinn og voru íslensku leikmennirnir mjög vinsælir á meðal áhorfenda eftir leik. Unga kynslóðin var sérstaklega spennt fyrir því að sjá okkar stelpur spila.

Sjá einnig:
Ferðaðist 600 kílómetra til að sjá Glódísi spila - „Algjört krútt"

Strákurinn sem mætti með plakat af Glódísi Perlu Viggósdóttur var ekki sá eini sem mætti með slíkt plakat. Í stúkunni voru einnig plaköt af Söru Björk Gunnarsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur.

Eftir leik gáfu íslensku leikmennirnir sér tíma í áritanir og gladdi það krakkanna mjög.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af því þegar Sveindís Jane Jónsdóttir, sem leikur með Wolfsburg, gaf áritanir eftir leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner