Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 01. júlí 2022 16:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Spurður út í liðsval og ákvarðanir - „Ekki að fara að svara því núna"
Icelandair
Svava Rós kom inn á sem varamaður.
Svava Rós kom inn á sem varamaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Hún er góð varnarlega og gerir hlutina einfalt sóknarlega'
'Hún er góð varnarlega og gerir hlutina einfalt sóknarlega'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Liðsvalið í undirbúningsleiknum gegn Póllandi á dögunum vakti nokkra athygli. Talað var um það fyrir leik að þetta yrði byrjunarliðið í fyrsta leik á Evrópumótinu.

„Ég sé þetta fyrir mér að hann sé að drilla það lið sem hann ætlar mögulega að byrja fyrsta leik, mér finnst það eðlileg ákvörðun. Nú er komið að því að drilla saman það ellefu manna lið sem er að fara byrja flesta leiki á EM,” sagði Margrét Lára Viðarsdóttir á RÚV.

Eftir leik var Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, spurður að því hvort þetta yrði liðið í fyrsta leik. Hann brást léttur við.

„Já, örugglega,” sagði Steini og hló. „Ég er ekki að fara að svara því núna. Ég er ekki einu sinni búinn að ákveða það. Það var margt jákvætt sem ég sá í dag. Ég á eftir að skoða þetta.”

Sif byrjaði í hægri bakverði
Guðný Árnadóttir er búin að vera fjarri góðu gamni vegna meiðsla upp á síðkastið og hún kom ekki við sögu í þessum leik. Sif Atladóttir spilaði því í hægri bakverði, en hennar náttúrulega staða er miðvarðarstaðan. Á meðan var Elísa Viðarsdóttir, sem leikur alltaf sem hægri bakvörður, á bekknum.

„Sif hefur verið að spila bakvörð hjá okkur meiripartinn. Ég held að hún eigi einn landsleik sem hafsent en hina hefur hún alltaf verið bakvörður og gert það vel. Hún er góð varnarlega og gerir hlutina einfalt sóknarlega. Ég er ánægður með hana.”

Þrjár níur í hópnum
Það má segja að það séu þrjár níur í hópnum, en tvær þeirra - Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir - spiluðu í leiknum; Berglind byrjaði og skoraði, og svo kom Svava inn af bekknum. Elín Metta Jensen var allan tímann á varamannabekknum.

„Svava er búin að vera mjög öflug hjá okkur í senternum og hefur einnig verið að leysa kantstöðurnar. Hún getur leyst þetta allt þrennt fyrir okkur. Hún er búin að vera góð út í Noregi og mér fannst um að gera að gefa henni mínútur í dag. Hún leysti það vel og kom af krafti inn. Berglind var líka flott. Tækifærið mun væntanlega koma fyrir Elínu og það er þá hennar að nota það,” sagði Steini.

Næsti leikur Íslands er gegn Belgíu á EM þann 10. júlí næstkomandi.

Leikir Íslands á EM:
10. júlí gegn Belgíu (Academy Stadium, Manchester)
14. júlí gegn Ítalíu (Academy Stadium, Manchester)
18. júlí gegn Frakklandi (New York Stadium, Rotherham)
Steini Halldórs: Ánægður að fara í gegnum leikinn svona
Athugasemdir
banner
banner
banner