Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 01. júlí 2025 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þrír Hornfirðingar deildu velli í Bestu - „Erum góðir félagar"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á sunnudag gerðist líklega nokkuð sjaldgæfur viðburður, mögulega einstakur, en þá deildu þrír Hornfirðingar velli í Bestu deildinni.

Þeir Hermann Þór Ragnarsson og Alex Freyr Hilmarsson mættu með liði Eyjamanna í Úlfarsárdalinn og komu í heimsókn til Freys Sigurðssonar sem spilar með Fram.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  0 ÍBV

Freyr var spurður út í þetta í viðtali hér á Fótbolti.net.

„Nei nei ekkert öðruvísi, það er bara geggjað að fá að spila á móti þeim. Við töluðum saman eftir leikinn, erum góðir félagar. Þetta var bara frábært," sagði Freyr í viðtalinu sem nálgast má hér að neðan.

Freyr er 19 ára miðjumaður sem spilaði síðast með Sindra á Höfn 2023. Alex er 31 árs miðjumaður sem spilaði síðast með Sindra 2011 og Hermann Þór er 21 árs kantmaður sem spilaði síðast með Sindra tímabilið 2022.
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Innkastið - Mótlæti og mætir ekki í viðtöl
Athugasemdir