Á sunnudag gerðist líklega nokkuð sjaldgæfur viðburður, mögulega einstakur, en þá deildu þrír Hornfirðingar velli í Bestu deildinni.
Þeir Hermann Þór Ragnarsson og Alex Freyr Hilmarsson mættu með liði Eyjamanna í Úlfarsárdalinn og komu í heimsókn til Freys Sigurðssonar sem spilar með Fram.
Þeir Hermann Þór Ragnarsson og Alex Freyr Hilmarsson mættu með liði Eyjamanna í Úlfarsárdalinn og komu í heimsókn til Freys Sigurðssonar sem spilar með Fram.
Lestu um leikinn: Fram 2 - 0 ÍBV
Freyr var spurður út í þetta í viðtali hér á Fótbolti.net.
„Nei nei ekkert öðruvísi, það er bara geggjað að fá að spila á móti þeim. Við töluðum saman eftir leikinn, erum góðir félagar. Þetta var bara frábært," sagði Freyr í viðtalinu sem nálgast má hér að neðan.
Freyr er 19 ára miðjumaður sem spilaði síðast með Sindra á Höfn 2023. Alex er 31 árs miðjumaður sem spilaði síðast með Sindra 2011 og Hermann Þór er 21 árs kantmaður sem spilaði síðast með Sindra tímabilið 2022.
Athugasemdir