Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 01. júlí 2025 11:01
Elvar Geir Magnússon
Valur hefur rætt við Jóa Bjarna
Jóhannes Kristinn Bjarnason.
Jóhannes Kristinn Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur hefur rætt við Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmann KR, samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Jóhannes hefur skorað sex mörk í þrettán leikjum í Bestu deildinni á þessu tímabili en samningur hans við KR rennur út um áramótin.

Talað var um það í Innkastinu hér á Fótbolta.net að Jóhannes vonist til þess að halda út í atvinnumennsku að tímabilinu loknu.

Það stutt er eftir af samningi hans við KR að önnur félög mega samkvæmt reglum KSÍ ræða við hann en þurfa þá að láta KR vita af því áður.

Jóhannes er tvítugur og er uppalinn hjá KR. Hann er sonur Bjarna Guðjónssonar og var um tíma í herbúðum Norrköping í Svíþjóð en kom aftur heim í KR 2023.
Innkastið - Mótlæti og mætir ekki í viðtöl
Athugasemdir
banner
banner
banner