Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 01. júlí 2025 12:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gæðin komu Tibbling á óvart - „Leikmennirnir eru betri en þeir halda"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Simon Tibbling, miðjumaður Fram, var í skemmtilegu viðtali við Fótbolta.net.

Tibbling er þrítugur Svíi en hann er uppalinn hjá Djurgården og spilaði þrjú tímabil með aðalliðinu áður en hann var seldur til Groningen í Hollandi þar sem hann vann hollenska bikarinn.

Einnig lék hann með Bröndby, þar sem hann varð danskur bikarmeistari, ásamt því að hafa leikið með Emmen, Randers og síðast Sarpsborg í Noregi áður en hann gekk til liðs við Fram í vetur.

Hann var spurður að því hvernig gæðin í íslenska boltanum eru miðað við það sem hann þekkir úr öðrum deildum.

„Þetta er vanmetin deild. Leikmennirnir eru mjög góðir en stundum átta þeir sig ekki á því hversu góðir þeir eru, þeir eru betri en þeir halda," sagði Tibbling.

„Þú sérð að Víkingur getur spilað gegn evrópskum liðum og Breiðablik líka. Gæðin eru meiri en ég bjóst við, leikmennirnir eru líkamlega sterkir og geta hlaupið mikið. Deildin er erfið og flestir leikir eru mjög jafnir. Þú þarft að vera með fulla einbeitingu annars tapar þú. Hugarfar leikmanna er mjög gott."
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
Athugasemdir
banner
banner