Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 10:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aston Villa horfir líka til Liverpool
Harvey Elliott.
Harvey Elliott.
Mynd: EPA
Aston Villa er að landa Jadon Sancho frá Manchester United en félagið er líka að horfa til Liverpool varðandi Harvey Elliott.

The Athletic segir frá þessu en Villa er að vonast til að landa Elliott með þeim hætti að félagið brjóti ekki fjárhagsreglur.

Villa hefur haft lítið svigrúm á markaðnum út af fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar.

Liverpool er að biðja um 40 milljónir punda fyrir Elliott með ákvæði um að félagið geti keypt hann til baka fyrir ákveðna upphæð. Annars kostar hann 50 milljónir punda.

RB Leipzig sýndi Elliott áhuga fyrir nokkrum vikum síðan.
Athugasemdir
banner
banner