Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 17:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Betis kaupir Antony (Staðfest)
Antony er mættur aftur til Real Betis
Antony er mættur aftur til Real Betis
Mynd: EPA
Real Betis hefur fest kaup á Antony, vængmanni Man Utd. Kaupverðið er um 22 milljónir punda. Man Utd fær um helming af næstu sölu.

Antony þekkir vel til í Betis en hann var á láni hjá félaginu seinni hluta síðasta tímabils.

Hann spilaði 26 leiki og skoraði níu mörk. Hann hjálpaði liðinu alla leið í úrslit Sambandsdeildarinnar. Hann skoraði fjögur mörk og lagði upp þrjú.

Hann gekk til liðs við Man Utd frá Ajax árið 2022 fyrir 86 milljónir punda. Hann stóð alls ekki undir væntingum en hann skoraði 12 mörk í 96 leikjum.

Endilega smelltu hér til að skoða allar (staðfest) fréttirnar.



Athugasemdir
banner