Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 09:46
Kári Snorrason
Bournemouth sækir tvítugan leikmann AC Milan (Staðfest)
Alex Jimenez.
Alex Jimenez.
Mynd: AFC Bournemouth
Bournemouth er búið að sækja Alex Jimenez, tvítugan Spánverja frá AC Milan. Jimenez kemur á árs láni með kaupskyldu að láninu loknu.

Jimenez hefur leikið 34 leiki fyrir AC Milan, en er uppalinn hjá Real Madrid.

Greint hefur verið frá því að Bournemouth greiði í heildina um tuttugu milljónir evra fyrir leikmanninn.

Spánverjinn tvítugi er fjölhæfur leikmaður, en hann er hægri bakvörður að upplagi, en getur jafnframt leyst stöðu kantmanns.

Jimenez hefur spilað með U15, U17 og U19 ára landsliðum Spánar og mun leika með U21 árs landsliði Spánar í komandi landsleikjahléi.

Það er nóg um að vera á þessum gluggadegi og margt sem getur hafa farið fram hjá þér. Endilega smelltu hér til að skoða allar (staðfest) fréttirnar.
Athugasemdir
banner