Argentínski vængmaðurinn Facundo Buonanotte er mættur til Chelsea á láni frá Brighton.
Þetta eru líklega einhverju óvæntustu félagaskiptin á síðustu dögum, en aðeins er um lán að ræða.
Buonanotte er tvítugur vængmaður sem getur einnig spilað fyrir aftan framherja.
Hann kom til Brighton frá Rosario Central árið 2023 og eyddi þá síðasta tímabili á láni hjá Leicester sem féll niður í B-deildina.
„Ég er ótrúlega ánægður að ganga í raðir Chelsea. Þetta er frábært tækifæri fyrir mig og vonast ég til að leggja mitt af mörkum, hjálpa liðinu og öllu teyminu,“ sagði Buonanotte.
Ekkert kaupákvæði er í samningnum og mun hann því snúa aftur til Brighton næsta sumar.
Það er nóg um að vera á þessum gluggadegi og margt sem getur hafa farið fram hjá þér. Endilega smelltu hér til að skoða allar (staðfest) fréttirnar.
Facundo Buonanotte has joined the Blues on a season-long loan from Brighton and Hove Albion. ???? pic.twitter.com/OjGi7uJd4b
— Chelsea FC (@ChelseaFC) September 1, 2025
Athugasemdir