Bakvörðurinn reynslumikli Charlie Taylor er genginn til liðs við West Bromwich Albion að láni út tímabilið frá Southampton.
Taylor lék einungis 14 leiki með Southampton, en þar áður lék hann við góðan orðstír hjá Burnley í sjö ár.
West Bromwich Albion, hafnaði í 9. sæti í Championship deildinni á síðustu leiktíð.
Liðið hefur byrjað þessa leiktíð vel og eru með tíu stig eftir fjóra leiki. Þjálfari WBA er hinn ungi Ryan Mason, fyrrum aðstoðarþjálfari Tottenham.
Charlie Taylor is a Baggie! ???? pic.twitter.com/55kPrzgTrt
— West Bromwich Albion (@WBA) September 1, 2025
Athugasemdir