Chelsea er að plana það að Ben Chilwell fari til systurfélagsins Strasbourg í Frakklandi áður en gluggadagurinn lokar.
Chelsea getur ekki lánað fleiri leikmenn til Strasbourg og verður Chilwell því seldur.
Chelsea getur ekki lánað fleiri leikmenn til Strasbourg og verður Chilwell því seldur.
Kendy Paez, Mike Penders og Mamadou Sarr eru nú þegar á láni hjá Strasbourg frá Chelsea en félögin tvö eru með sömu eigendur.
Chilwell hefur ekki átt sjö dagana sæla hjá Chelsea en hann er ekki í plönum félagsins.
Chilwell kemur því til með að mæta Breiðabliki í Sambandsdeildinni í vetur.
Athugasemdir