Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 17:27
Kári Snorrason
Chukwueze til Fulham - „Here we go!“
Samuel Chukwueze er 26 ára gamall.
Samuel Chukwueze er 26 ára gamall.
Mynd: EPA
Fulham er að ganga frá lánssamningi við nígeríska kantmanninn Samuel Chukwueze frá AC Milan.

Fabrizio Romano hefur stimplað skiptin með sínum fræga frasa „Here we go!“.

Samkomulag hefur náðst um lánssamning með kauprétti sem er þó ekki skyldubundinn. Skyldi Fulham festa kaup á Chukwueze þyrftu þeir að greiða AC Milan um 25 milljónir evra.

Fulham hefur fylgst lengi með Chukwueze og sóttist eftir honum í janúar, en þá hafnaði Milan tilboði félagsins.

Fulham er jafnframt að festa kaup á öðrum kantmanni, hinum brasilíska Kevin sem kemur frá Shaktar Donetsk.


Athugasemdir