Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 09:29
Kári Snorrason
Crystal Palace horfir til Brighton til að fylla í skarð Guehi
Igor gekk til liðs við Brighton frá Fiorentina árið 2023.
Igor gekk til liðs við Brighton frá Fiorentina árið 2023.
Mynd: EPA
Crystal Palace leiðir baráttuna um brasilíska varnarmanninn Igor og horfir til þess að Igor leysi Marc Guehi af hólmi, sem er sterklega orðaður við Liverpool.

West Ham hefur jafnframt verið orðað við varnarmanninn, en Nayef Aguerd, hafsent West Ham, er á leið til Marseille.

Igor er 27 ára hafsent sem getur einnig leyst stöðu vinstri bakvarðar. Hann hefur ekki komið við sögu í leikjum Brighton í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Liverpool lagði fram 35 milljón punda tilboð í Guehi á laugardaginn, en Guehi skoraði stórkostlegt mark í 3-0 sigri gegn Aston Villa í gær.

Oliver Glasner, stjóri Crystal Palace, sagði eftir sigur liðsins gegn Aston Villa í gær að félagið þyrfti að fá leikmann inn áður en Guehi yfirgefur félagið.


Athugasemdir
banner
banner