Manchester City er að festa kaup á ítalska landsliðsmarkverðinum Gianluigi Donnarumma. Markvörðurinn gengst nú undir læknisskoðun hjá liðinu í Flórens á Ítalíu.
Donnarumma kemur til með að kosta um 40 milljónir evra. Markvörðurinn stæðilegi var ekki í áformum Luis Enrique þjálfara PSG, eftir að hafa verið einn besti markvörður heims undanfarin misseri.
Manchester City er á sama tíma að selja brasilíska markvörðinn Ederson til tyrkneska liðsins Fenerbahce fyrir um 14 milljónir evra.
Athugasemdir