Þýska félagið Stuttgart hefur landað marokkóska sóknartengiliðnum Bilal El Khannouss frá enska B-deildarfélaginu Leicester City á láni út tímabilið.
El Khannouss var afar eftirsóttur í sumar af mörgum félögum í ensku úrvalsdeildinni, þar á meðal Crystal Palace, Leeds, Newcastle og Tottenham.
Hann féll með Leicester niður í B-deildina í vor en var staðráðinn í að halda áfram að spila á stærsta sviðinu.
Leikmaðurinn hefur ákveðið að fara frá Englandi og er nú genginn til liðs við Stuttgart á láni út tímabilið. Stuttgart er skylt að kaupa hann fyrir 26 milljónir á næsta ári.
Khannouss er 21 árs gamall og á 21 A-landsleik að baki með Marokkó.
Endilega smelltu hér til að skoða allar (staðfest) fréttirnar.
From artist to artist. ????
— VfB Stuttgart (@VfB) September 1, 2025
Welcome to the club, Bilal!#VfB | #ElKhannouss pic.twitter.com/X34MK20vMT
Athugasemdir