Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 15:23
Brynjar Ingi Erluson
El Khannouss til Stuttgart (Staðfest)
Mynd: EPA
Þýska félagið Stuttgart hefur landað marokkóska sóknartengiliðnum Bilal El Khannouss frá enska B-deildarfélaginu Leicester City á láni út tímabilið.

El Khannouss var afar eftirsóttur í sumar af mörgum félögum í ensku úrvalsdeildinni, þar á meðal Crystal Palace, Leeds, Newcastle og Tottenham.

Hann féll með Leicester niður í B-deildina í vor en var staðráðinn í að halda áfram að spila á stærsta sviðinu.

Leikmaðurinn hefur ákveðið að fara frá Englandi og er nú genginn til liðs við Stuttgart á láni út tímabilið. Stuttgart er skylt að kaupa hann fyrir 26 milljónir á næsta ári.

Khannouss er 21 árs gamall og á 21 A-landsleik að baki með Marokkó.

Endilega smelltu hér til að skoða allar (staðfest) fréttirnar.


Athugasemdir
banner