Ítalski bakvörðurinn Emerson Palmieri er farinn frá West Ham og genginn í raðir Marseille í Frakklandi.
Palmieri hefur eytt sjö árum á Englandi. Hann samdi við Chelsea árið 2018 og gekk síðan í raðir West Ham fjórum árum síðar.
Hann spilaði 71 leik fyrir Chelsea og 113 leiki fyrir West Ham, en er nú farinn.
Ítalinn var ekki með West Ham á undirbúningstímabilinu og ekki í hópnum í fyrstu tveimur leikjum ensku úrvalsdeildarinnar.
Graham Potter, stjóri West Ham, var ekki með pláss fyrir hann í hópnum og voru Kyle Walker-Peters og El Hadji Malick Diouc, báðir á undan honum í goggunarröðinni.
Palmieri er mættur til Marseille í Frakklandi en West Ham staðfestir tíðindin á samfélagsmiðlum í dag.
Endilega smelltu hér til að skoða allar (staðfest) fréttirnar.
West Ham United can confirm Emerson has joined Olympique de Marseille on a permanent transfer.
— West Ham United (@WestHam) September 1, 2025
Everyone at the Club would like to thank Emerson for his contribution, hard work and commitment and wish him every success for the future.
Athugasemdir