Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 16:25
Kári Snorrason
Gekk til liðs við Juventus í sumar en er farinn til Atlético Madrid (Staðfest)
Mynd: Atletico Madrid
Atlético Madrid hefur fengið argentíska kantmanninn Nicolas Gonzales á láni frá Juventus.

Gonzales kemur að láni til spænska liðsins, en með kaupákvæði sem gæti breyst í kaupskyldu fyrir 33 milljónir evra.

Ákvæðið er háð því hversu marga leiki leikmaðurinn spilar með Atlético.

Gonzalez var á láni hjá Juventus frá Fiorentina á síðustu leiktíð, en í samningnum var kaupskylda. Því gekk Argentínumaðurinn varanlega til liðs við Juventus fyrr í sumar fyrir um 25 milljónir evra.

Gonzalez lék 39 leiki fyrir Juventus, auk þess á hann að baki 43 landsleiki fyrir Argentínu og skorað í þeim sex mörk.

Endilega smelltu hér til að skoða allar (staðfest) fréttirnar.


Athugasemdir
banner
banner