Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 08:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gömul ummæli Klopp rifjuð upp
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: EPA
Liverpool hefur tvisvar í sumar brotið félagaskiptamet ensku úrvalsdeildarinnar.

Florian Wirtz var fyrr í sumar keyptur fyrir 116 milljónir punda frá Bayer Leverkusen og varð hann þá dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Núna er Liverpool svo að kaupa sóknarmanninn Alexander Isak fyrir 130 milljónir punda. Verður hann þá sá dýrasti í sögunni.

Í kjölfarið af fréttunum um Isak þá hafa gömul ummæli Jurgen Klopp, fyrrum stjóra Liverpool, verið rifjuð upp.

„Við getum ekki hegðað okkur eins og þeir. Það er ekki mögulegt. Það eru þrjú félög í fótboltanum sem geta gert það sem þau vilja. Það er staðreynd," sagði Klopp og var þar að tala um Manchester City, Newcastle og PSG. Hann lét þessi ummæli falla stuttu eftir að City keypti Erling Haaland frá Borussia Dortmund.




Athugasemdir
banner
banner