Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 16:43
Kári Snorrason
Hamburg kaupir miðjumann Arsenal (Staðfest)
Sambi Lokonga.
Sambi Lokonga.
Mynd: HSV
HSV Hamburg hefur fest kaup á Sambi Lokonga, miðjumanni Arsenal. Kaupverðið nemur um 2.5 milljónum punda.

Lokonga er 25 ára belgískur miðjumaður sem hefur leikið 39 leiki fyrir Arsenal, en var að láni hjá Sevilla á síðustu leiktíð og var þar áður á láni hjá Luton.

Þýska félagið hefur einnig sýnt áhuga á öðrum leikmanni Arsenal, portúgalska miðjumanninum, Fabio Vieira.

Hamburg er í viðræðum við Arsenal um að fá Portúgalann að láni með kaupmöguleika.

Það er nóg um að vera á þessum gluggadegi og margt sem getur hafa farið fram hjá þér. Endilega smelltu hér til að skoða allar (staðfest) fréttirnar.


Athugasemdir
banner