Inter Milan horfir til þess að sækja Manuel Akanji, leikmann Manchester City, ef Benjamin Pavard fer frá félaginu. Marseille hefur áhuga á að sækja Pavard á láni frá Inter.
Svissneski varnarmaðurinn Manuel Akanji hafnaði erkifjendum AC Milan á dögunum eftir að Manchester City samþykkti tilboð frá liðinu.
Akanji neitaði AC Milan á þeim forsendum að vilja spila í Meistaradeild Evrópu, en AC Milan er ekki í Evrópukeppni eftir slakt gengi á síðustu leiktíð.
Inter lenti í öðru sæti í ítölsku deildinni á síðasta tímabili og er þar af leiðandi í Meistaradeild Evrópu.
Akanji er 30 ára gamall og með tvö ár eftir af samningi við Man City. Hann er afar fjölhæfur varnarmaður og tók þátt í 40 leikjum með liðinu á síðustu leiktíð. En er nú lentur aftarlega í goggunarröð varnarmanna félagsins.
Athugasemdir