Paragvæski sóknartengiliðurinn Julio Enciso er genginn í raðir franska félagsins Strasbourg frá Brighton.
Þessi 21 árs gamli leikmaður kemur til Strasbourg á 10 milljónir punda og mun Brighton fá hluta af endursöluvirði hans.
Enciso er hugsaður sem framtíðarleikmaður Chelsea, en enska félagið og Strasbourg eru bæði í eigu BlueCo.
Hann er annar leikmaðurinn sem yfirgefur Brighton á gluggadegi á eftir Tariq Lamptey sem gekk í raðir Fiorentina á Ítalíu.
Það er nóg um að vera á þessum gluggadegi og margt sem getur hafa farið fram hjá þér. Endilega smelltu hér til að skoða allar (staðfest) fréttirnar.
?????? pic.twitter.com/DuTrm8706A
— Racing Club de Strasbourg Alsace (@RCSA) September 1, 2025
Athugasemdir