Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 09:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lamptey orðinn liðsfélagi Alberts (Staðfest)
Lamptey er orðinn leikmaður Fiorentina.
Lamptey er orðinn leikmaður Fiorentina.
Mynd: Fiorentina
Bakvörðurinn Tariq Lamptey er orðinn leikmaður Fiorentina. Ítalska félagið kaupir hann frá Brighton fyrir 6 milljónir punda.

Lamptey, sem er 24 ára, átti að renna út á samningi í sumar en framlengdi um eitt ár. Nú er hann farinn til Fiorentina á Ítalíu, þar sem hann verður liðsfélagi Alberts Guðmundssonar.

Lamptey er uppalinn hjá Chelsea en skipti yfir til Brighton í janúar 2020 og hefur verið hjá félaginu í fimm og hálft ár. Á þeim tíma hefur hann spilað 122 keppnisleiki.

Lamptey er tíundi leikmaðurinn sem Fiorentina fær til liðs við sig í sumar.

Það er nóg um að vera á þessum gluggadegi og margt sem getur hafa farið fram hjá þér. Endilega smelltu hér til að skoða allar (staðfest) fréttirnar.
Athugasemdir