Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 14:02
Brynjar Ingi Erluson
Leikmaður Brighton gæti skemmt fyrir Liverpool
Mynd: EPA
Sky Sports hefur heimildir fyrir því að varnarmaðurinn Igor Julio sé enn á óskalista West Ham áður en glugginn lokar, en fari hann þangað mun það hafa áhrif á kaup Liverpool.

Brasilíski varnarmaðurinn er sem stendur í læknisskoðun hjá Crystal Palace, en Brighton samþykkti lánstilboð frá Lundúnafélaginu í dag.

Julio, sem er 27 ára gamall, á að leysa fyrirliðann Marc Guehi af hólmi sem vill komast til Liverpool.

Palace mun ekki leyfa Guehi að fara nema félaginu takist að finna leikmann í staðinn

Ef West Ham kemur með seint tilboð í Julio og tekst að stela honum frá Palace þá verður Guehi líklegast tjáð að hann verði að vera áfram í Lundúnum.

Það gæti heillað Julio meira að fara til West Ham, en Brasilíumennirnir Lucas Paqueta og Luis Guilherme eru á mála hjá félaginu ásamt Portúgalanum Mateus Fernandes, á meðan Palace er ekki með portúgölskumælandi leikmann í sínum hóp.

Athugasemdir
banner