Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 12:15
Kári Snorrason
Lindelöf til Aston Villa (Staðfest)
Lindelöf skrifaði undir tveggja ára samning við Villa.
Lindelöf skrifaði undir tveggja ára samning við Villa.
Mynd: Aston Villa
Sænski varnarmaðurinn Victor Lindelöf hefur skrifað undir samning til tveggja ára við Aston Villa, með möguleika á að framlengja um ár til viðbótar.

Lindelöf yfirgaf Manchester United í sumar þegar samningur hans rann út.

Everton og Fiorentina höfðu sent sænska leikmanninum samningstilboð áður en Aston Villa kom inn í myndina.

Lindelöf á 194 leiki að baki með Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

Áður spilaði þessi 31 árs gamli miðvörður með Benfica í Portúgal og Västerås í heimalandinu. Hann á 71 landsleik og 3 mörk með sænska landsliðinu.

Það er nóg um að vera á þessum gluggadegi og margt sem getur hafa farið fram hjá þér. Endilega smelltu hér til að skoða allar (staðfest) fréttirnar.
Athugasemdir