Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 13:14
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool hafði ekki áhuga á að fá Leao
Mynd: EPA
Englandsmeistarar Liverpool höfnuðu tækifærinu á að fá portúgalska vængmanninn Rafael Leao frá AC Milan fyrr í sumar en þetta segir blaðamaðurinn Lewis Steele í dag.

Liverpool vildi styrkja sóknarlínuna í sumarglugganum og hefur tekist það ágætlega.

Hugo Ekitike var keyptur frá Eintracht Frankfurt og þá er félagið að landa Alexander Isak frá Newcastle.

Samkvæmt Steele þá bauðst Liverpool að fá Rafael Leao frá Milan í síðasta mánuði, en Liverpool hafnaði því boði.

Milan reyndi þá að fá Federico Chiesa á svipuðum tíma, en Liverpool hafði ekki áhuga á að láta hann af hendi.

Steele talar þá um leikmenn sem voru orðaðir frá Liverpool í glugganum en þar má nefna ungu leikmennina Jayden Danns og Stefan Bajcetic.

Á einhverjum tímapunkti íhugaði Liverpool að senda þá á lán en nú er útlit fyrir að þeir verði áfram hjá félaginu á þessu tímabili. Kantmaðurinn ungi Kaide Gordon gæti farið frá félaginu á láni fyrir gluggalok og sömuleiðis varnarmaðurinn Luke Chambers.
Athugasemdir
banner