Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 11:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Loka á veðmál fyrir félagaskipti Harvey Elliott
Harvey Elliott.
Harvey Elliott.
Mynd: EPA
Sky hefur lokað fyrir veðmál á það að Harvey Elliott gangi í raðir Aston Villa.

Viðræður á milli Liverpool og Aston Villa virðast vera að þokast í rétta átt.

Líklegt er að leikmaðurinn fari til Aston Villa á láni með kaupskyldu upp á 35 milljónir punda.

Villa hefur haft lítið svigrúm á markaðnum út af fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar en þeir eru mögulega að landa Jadon Sancho og Elliott núna á gluggadeginum.

RB Leipzig sýndi Elliott áhuga fyrir nokkrum vikum síðan en hann var frábær með enska U21 landsliðinu á Evrópumótinu fyrr í sumar.
Athugasemdir
banner
banner