Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 13:32
Brynjar Ingi Erluson
Mainoo fer ekki fet
Mynd: EPA
Ítalski félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir engar líkur á því að enski miðjumaðurinn Kobbie Mainoo fari frá Manchester United í dag.

Mainoo, sem er uppalinn hjá United, óskaði eftir því að fara á láni frá félaginu.

Hann vill meiri spiltíma og telur ólíklegt að hann fái hann hjá United á þessu tímabili.

Leikmaðurinn vildi aðeins fara á láni til að eiga möguleika á að fara með enska landsliðinu á HM á næsta ári.

United vill ekki leyfa honum að fara og segir Romano engar líkur á því að hann fari annað fyrir gluggalok.

Mainoo mun því þurfa að berjast fyrir sæti sínu hjá United á þessari leiktíð, en hann hefur aðeins byrjað einn leik á tímabilinu, sem var í óvænta tapinu gegn Grimsby Town í enska deildabikarnum.
Athugasemdir
banner