Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 09:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Munu taka yfir stóran hluta af launum Sancho
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: EPA
Jadon Sancho er að ganga í raðir Aston Villa á láni frá Manchester United út tímabilið.

Miðað við fréttir frá Englandi er ekki kaupmöguleiki í lánssamningnum en Sancho verður samningslaus næsta sumar.

Sky Spors segir að Aston Villa muni borga lánsfé fyrir Sancho og þar af auki borga 80 prósent af launapakka hans.

Talið er að Sancho sé með í kringum 300 þúsund pund í vikulaun sem gerir hann að einum launahæsta leikmanni ensku úrvalsdeildarinnar. Erfitt hefur reynst fyrir United að losa sig við hann í sumar út af launakröfum hans.
Athugasemdir