Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Newcastle að fá 30 milljónir fyrir Osula
Osula hér í leik með Newcastle.
Osula hér í leik með Newcastle.
Mynd: EPA
Newcastle er að selja danska sóknarmanninn William Osula til Eintracht Frankfurt í Þýskalandi.

Samkvæmt Daily Mail mun Newcastle fá um 30 milljónir punda fyrir Osula.

Osula er 22 ára gamall Dani sem var keyptur til Newcastle fyrir rúmu ári síðan frá Sheffield United fyrir um 15 milljónir punda.

Hann spilaði 21 leik fyrir Newcastle og skoraði þrjú mörk fyrir félagið sem mun stórgræða á honum.

Newcastle er líka að selja Alexander Isak til Liverpool en félagið er að landa Yoane Wissa frá Brentford.
Athugasemdir
banner